Header Paragraph

Alþjóðleg ráðstefna um bókmenntaumfjöllun á nýrri öld

Image
Ástráður Eysteinsson

Háskóli Íslands á aðild að alþjóðlegri ráðstefnu (Nobel Symposium) um bókmenntaumfjöllun á tímum vefmiðla sem haldin verður í samstarfi nokkurra háskólastofnana og Nóbelsstofnunarinnar í Svíþjóð. Ráðstefnan nefnist Literary Judgment and the Fora of Criticism og verður haldin í húsakynnum Konunglegu sænsku verkfræðiakademíunnar í Stokkhólmi dagana 7. til 9. júní. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í streymi (sjá hlekki hér að neðan).

Ástráður Eysteinsson, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, er í hópi fimm einstaklinga sem hafa undirbúið ráðstefnuna og munu annast fundarstjórn á henni. Hann segir að nú fari víða fram umræður um stöðu gagnrýni, ekki síst ritdóma, sem og annars konar bókmenntaumfjöllunar í almannarými – einnig hér á Íslandi. „Þetta á að ýmsu leyti einnig við um aðrar listgreinar eins og myndlist, kvikmyndir og tónlist og ástæðan er ekki síst sú mikla breyting á miðlun sem orðið hefur á þessari öld. Vægi dagblaða hefur minnkað og netmiðlun fer hratt vaxandi. Á samfélagsmiðlum gefst almenningi tækifæri til að tjá viðhorf sín til bókmenntaverka og höfunda, einnig á vefsíðum sem ná til mikils fjölda fólks. Þetta endurlífgar jafnframt umræðu sem á sér talsverða sögu, það er segja um tengsl fræðilegrar umfjöllunar á ýmsum sviðum lista við fjölmiðlavettvang sem ætlaður er almenningi. Í hverskonar hlutverk fara fræðimenn sem taka að sér að fjalla um bókmenntir og aðrar listir á almannavettvangi? Sumir fræðimenn hafa fagnað því að geta nú í stórauknum mæli haft aðgang að viðhorfum svokallaðra „almennra lesanda“ og hafa lagst í rannsóknir á því mati og þeim viðhorfum sem þar koma fram.“

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru 23, rithöfundar, gagnrýnendur og fræðimenn. Þeir koma víðs vegar að úr heiminum og búa margir hverjir yfir drjúgri þekkingu á tveimur eða fleiri menningarheimum. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í opnu streymi á eftirfarandi Youtube-hlekkjum:

Dagskrá ráðstefnunnar Literary Judgment and the Fora of Criticism (sænskar tímasetningar):

7. júní

 • 10:00–12:00. Conference opens: Introduction and welcome: Sandra Richter, Mats Jansson
  First session: Criticism, globalism, and language(s)
  Papers: Xu Xi, B. Venkat Mani, Ronya Othmann
  Moderator: Ástráður Eysteinsson
 • 12:00–13:00 Lunch
 • 13:00–15:00 Second Session: Criticism, public spheres, and the literary institution
  Papers: Zoltán Kulcsár-Szabó, Lionel Ruffel, Magnus William-Olsson
  Moderator: Mats Jansson

8. júní

 • 9:00–11:00 Third Session: Criticism, readers, and reading
  Papers: James English, Laura McGrath, Mark McGurl, Tiphaine Samoyault
  Moderator: Rita Felski
 • 11:00-11:30 Coffee break
 • 11:30–13:00 Fourth Session: Critical readings: contemporary perspectives
  Papers: Amit Chaudhuri, Christopher Odhiambo Joseph, Florencia Garramuño
  Moderator: Sandra Richter

9. júní

 • 10:00–12:00 Fifth Session: The art of criticism; criticism as art
  Papers: Camille Laurens, Juan Gabriel Vásquez, Daniel Kehlmann, Zeruya Shalev
  Moderator: Gisèle Sapiro
 • 12:00–13:00 Lunch
 • 13:00–15:00 Sixth Session: Critics on criticism
  Papers: Adam Soboczynski, Irina Prokhorova, Rebecka Kärde
  Moderator: Ástráður Eysteinsson
 • 15:00–15:30 Coffee break
 • 15:30–17:30 Seventh Session: Criticism: judgments and values
  Papers by: Galin Tihanov, Phillipa Chong, Richard Jacquemond
  Moderator: Rita Felski
  Concluding remarks: Mats Jansson
Image
Ástráður Eysteinsson