Header Paragraph

Útgáfustyrkir til nemendafélaga

Image

Bókmennta- og listfræðastofnun styrkir nemendafélög árlega til útgáfu í tengslum við hin ýmsu rannsóknarsvið stofnunarinnar. Skilyrði eru að um sé að ræða viðurkennt nemendafélag sem tengist þeim greinum sem eiga aðild að stofnuninni og enn fremur að um sé að ræða útgáfu á vegum nemendafélagsins sem tengist annars vegar náminu og hins vegar rannsóknasviðum stofnunarinnar. Stofnunin veitir árlega að hámarki 50.000 kr. styrk til nemendafélags.

Nemendafélög sem óska eftir styrkjum til útgáfu skulu senda Sif Ríkharðsdóttur, formanni stjórnar, formlega umsókn á netfangið sifr@hi.is, þar sem gerð er grein fyrir verkefninu sem liggur til grundvallar styrkumsókninni og hversu háum styrk óskað er eftir og hvernig hann verði nýttur.