Header Paragraph

Ritröðin Studia Islandica gerð aðgengileg á netinu

Image

Bókmennta- og listfræðastofnun hefur í samvinnu við Landsbókasafn – Háskólabókasafn ákveðið að gera ritröðina Studia Islandica aðgengilega á timarit.is.

Til að hægt sé að opna fyrir aðgang ritanna þarf formlegt leyfi höfunda hverrar bókar (eða þess sem hefur höfundarrétt bókar). Stjórn Bókmennta- og listfræðastofnunar óskar því eftir því að allir þeir höfundar sem óska eftir því að bók þeirra verði gerð aðgengileg á vef Landsbókasafns, timarit.is, hafi samband við formann stjórnar og veiti formlegt leyfi sitt.

Ef höfundar óska sérstaklega eftir því að rit þeirra verði ekki gerð aðgengileg á timarit.is þá óskum við eftir því að viðkomandi höfundur láti stjórnarformann Bókmennta- og listfræðastofnunar vita sömuleiðis.