Header Paragraph

Rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu

Image
Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.

Listasafn Reykjavíkur hefur fengið tólf milljóna króna öndvegisstyrk úr Safnasjóði til að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu í samstarfi við kennara í listfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Stofnuð verður tímabundin rannsóknarstaða við Listasafn Reykjavíkur auk þess sem efnt verður til útgáfu, sýninga og miðlunar af ýmsum toga. Í tilkynningu Listasafns Reykjavíkur segir að um tímabæra rannsókn sé að ræða sem sé ætlað að skila nýrri sýn á íslenska listasögu. Auk þess efli hún bæði rannsóknarhlutverk safnsins og samstarf við Háskóla Íslands á sviði listfræði.

Image
Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.

Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.