Header Paragraph

Ráðstefnukall: Rauðar heimsbókmenntir

Image

Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands ásamt Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur standa að alþjóðlegri ráðstefnu sem ber yfirskriftina Rauðar heimsbókmenntir dagana 11. - 12. maí, 2023. Ráðstefnan beinir sjónum sínum að og tekst á við nýlegar rannsóknir sem leitast hafa við að kortleggja menningarsvæði rauðra heimsbókmennta á 20. öld. Sérstök áhersla er lögð á menningarhefðir sem þróuðust í fjarlægð frá miðju menningar- og bókmenntakerfis Sovétríkjanna eða á jöðrum kerfisins.

Kallað er eftir tillögum að erindum, vinnustofum og pallborðsumræðum. Sjá nánar hér.

Tungumál ráðstefnunnar eru íslenska og enska og tekið er við tillögum á báðum tungumálum. Vinsamlegast sendið tillögur á tölvupóstfangið redworldlit@gmail.com fyrir föstudaginn 27. janúar, 2023.

Call for Papers: Red World Literature

In collaboration with the Vigdís Finnbogadóttir Institute of Foreign Languages, we call for papers for an international symposium on Red World Literature. Taking place at the University of Iceland in May 2023, the conference contributes to recent efforts to chart the cultural geography of the internationalist literary field throughout the 20th century with an emphasis on tracing the various literary worlds that emerged within national and regional contexts. Specifically, we invite proposals on cultural traditions that developed at a distance from the Soviet Union or from locations and regions that were peripheral vis-à-vis the Soviet world. 

See the call for papers, workshops, and roundtable discussions here.

The main languages of the conference are English and Icelandic. We welcome proposals in both languages. Please submit proposals by Friday, January 27, 2023, at redworldlit@gmail.com.

Image