Header Paragraph

Kafkahátíð í Veröld

Image

Forlagið og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands bjóða til Kafkaveislu í Auðarsal í Veröld - Húsi Vigdísar við Suðurgötu fimmtudaginn 27. febrúar.

Nú eru bækurnar í Kafka-ritröð Forlagsins, í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar, orðnar sex talsins, og með útgáfu Byrgisins fyrir skemmstu má segja að lunginn af sagnaverkum Franz Kafka sé kominn út á íslensku. Við bjóðum ykkur að koma og fagna þessum áfanga, og kafa í Kafka, með okkur.

Hólmfríður Úa Matthíasdóttir, útgáfustjóri Forlagsins mun opna samkomuna ásamt Rúnari Helga Vignissyni, forstöðumanni Bókmennta- og listfræðastofnunar. Lesið verður úr bókunum sex og Gauti Kristmannsson mun ræða við Ástráð um Franz Kafka, ævi hans og ritverk, sem og um þýðingasamstarf þeirra Ástráðs og Eysteins. Forlagið býður upp á léttar veitingar og bækurnar sex verða til sölu á staðnum. Verið öll velkomin.