Guðni Elísson prófessor hefur verið tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Ljósgildran. Í umsögn valnefndar segir: „Marglaga og margslungið skáldverk sem er allt í senn, sársaukafullt tregaljóð, skúrkasaga, samtímasaga, ádeila á verðmætamat samfélagsins og karnivalísk afbygging þar sem furðuverur varpa ljósi á valdakerfi samtímans. Úthugsuð uppbygging sem er reglulega sprengd upp - þegar textinn flæðir yfir mörk alls þess sem hingað til hefur skilgreint skáldsögur. Tímamótaverk þar sem bókstaflega allt er undir.“

Útgefandi bókarinnar er Lesstofan.

Image