Header Paragraph

Goðsögur með augum menningarfræðinnar

Image

José Manuel Losada heldur fyrirlestur um goðsagnir á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands í stofu 210 í Stapa fimmtudaginn 8. september kl. 12–13. Öll velkomin.

Tilraunir til að skilgreina goðsögur í eitt skipti fyrir öll eru dæmdar til að mistakast. Að sama skapi verður aldrei samkomulag um fræðigreinina sem fæst við þær: það er ekki til sérstök goðsagnarýni. Með þetta í huga mun Losada í fyrirlestri sínum leggja fram skilgreiningu á goðsögu og kynna mögulega rannsóknaraðferð, menningarfræðilega goðsagnarýni. Hann skilgreinir goðsögur sem þarfar, táknrænar frásagnir af óvenjulegum atburðum sem hafa yfirskilvitlega, trúarlega og yfirnáttúrulega skírskotun, sem skortir í raun sögulegan vitnisburð, vísa til einstaklings eða hóps sem og til heimsmyndunarfræða eða heimsslitafræða. Í fyrirlestrinum mun Losada fjalla um vandkvæðin við að rannsaka goðsögur nú á dögum, um hugtök sem tengjast þessum rannsóknum svo og um sjálfstæði vísinda með sérstakri áherslu á virkni goðsagna.

José Manuel Losada er prófessor við Complutense háskóla í Madríd. Hann lauk doktorsprófi frá Sorbonne og hefur síðan stundað rannsóknir við Harvard, Oxford og Durham háskóla. Hann hefur sent frá sér tuttugu og fimm bækur bókmenntafræðilegs eðlis auk tvö hundruð greina. Nánar á josemanuellosada.com/en/ 

Image