Dagný Kristjánsdóttir
Dagný Kristjánsdóttir fæddist 19. maí 1949 á Akureyri og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1970 og fór þá suður til frekara náms. Dagný lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1975 og auk þess BA-prófi í almennri bókmenntasögu frá sama skóla 1977. Þaðan lauk hún einnig cand. mag.-prófi í íslenskum bókmenntum 1979 og doktorsprófi 1997. Frá 1982 til 1990 eða um átta ára skeið var hún íslenskur sendilektor við Háskólann í Osló. Dagný var ráðin að Háskóla Íslands 1990 sem lektor í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún fékk brátt framgang í starf dósents og síðan í starf prófessors árið 2001. Frá 2005 til 2019 gengdi hún starfi prófessors í íslenskum bókmenntum.
Meðal helstu fræðirita Dagnýjar eru doktorsritgerðin Kona verður til: Um skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna (1996), viðamikill kafli um íslenska skáldsagnagerð í Íslenskri bókmenntasögu IV, greinasafnið Undirstraumar (1999), kennslubókin Öldin öfgafulla: Bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar (2010) og fræðiritið Bókabörn: Íslenskar barnabókmenntir verða til (2015). Kona verður til og Bókabörn voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita 1996 og 2015.
Dagný hefur auk þess skrifað fjölda greina og haldið marga fyrirlestra um ýmis efni. Hún hefur á síðustu árum orðið þjóðþekkt sem leiklistargagnrýnandi í sjónvarpinu. Hún hefur einnig gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum, verið skorarformaður í íslensku, forstöðumaður Bókmenntafræðistofnunar (eins og hún hét þá) og forseti Íslensku- og menningardeildar, auk þess að sitja í dómnefnd fyrir Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Dagný hefur líka látið til sín taka í þjóðfélags- og réttindamálum. Hún hefur tekið virkan þátt í kvennahreyfingunni og skrifað margt um kynjafræði. Börn og menning þeirra hefur verið sérstakt áhugaefni Dagnýjar en hún hefur einnig stundað bókmenntarannsóknir sem kenna má við sálgreiningu, femínisma og læknahugvísindi.
Hér fyrir neðan má nálgast helstu ritsmíðar Dagnýjar á vettvangi bókmenntafræða sem birst hafa í íslenskum tímaritum og dagblöðum eða eru aðgengilegar rafrænt. Greinarnar eru flokkaðar eftir efni og raðað í tímaröð innan hvers flokks.
Fræðirit
- Kona verður til. Um skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands & Háskólaútgáfan, 1996
Greinar um íslenskar skáldsögur og smásögur
- Synd er ekki nema fvrir þræla. Um þema og hneigð i Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson (1978)
- Frelsi og öryggi. Um sögur Svövu Jakobsdóttur og íslenska kvennahreyfingu (1978)
- Innan og utan við krosshliðið. Um íroníu í Brekkukotsannál Halldórs Laxness (1982)
- Myndir. Um smásöguna „Dýrasögu" eftir Ástu Sigurðardóttur (1986)
- Stabat Mater dolorosa. Um Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur (1988)
- Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður ... Um ástina og óbugnaðinn í Gerplu eftir Halldór Laxness (1988)
- Milli ljóss og myrkurs. Um Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirsson (1990)
- Kalt stríð. Um sögur Ragnheiðar Jónsdóttur (1994)
- Draumur um veruleika. Um Ragnheiði Jónsdóttur og verk hennar (1995)
- Tiltekt í myndasafninu. Um endurtekningar í smásögunni „Tiltekt" eftir Svövu Jakobsdóttur (1997)
- Þögnin í orðunum. Um skáldsögur Jakobínu Sigurðardóttur (1997)
- Ungfrúna góðu eða húsið ... Um Ungfrúin góða og húsið, sögu Halldórs Laxness og kvikmyndaaðlögun Guðnýjar Halldórsdóttur (2001)
- Hinsegin raddir. Um sannar og lognar lesbíur í bókmenntum og listum (2003)
- Svava og hinn dýri mjöður. Um verk Svövu Jakobsdóttur (2004)
- Sagan sem var aldrei sögð. Um sögur Indriða G. Þorsteinssonar (2004)
- Tómið og tilveran. Um skáldsögur Kristínar Ómarsdóttur (2006)
- Mánasteinn í grimmdarleikhúsi spænsku veikinnar. Um Mánastein eftir Sjón (2015)
Greinar um íslenska ljóðlist og leiklist
- Loftur á „hinu leiksviðinu". Nokkrar athuganir á Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar í ljósi sálgreiningarinnar (1985)
- Skáldið eina. Um nokkur ljóð Jónasar Hallgrímssonar, fyrri hluti (1989)
- Ástin og guð. Um nokkur ljóð Jónasar Hallgrímssonar, seinni hluti (1989)
- Sár Solveigar. Um „Hvarf séra Odds frá Miklabæ" eftir Einar Benediktsson (1991)
- Skáldið og konan. Um „Hulduljóð" Jónasar Hallgrímssonar (1992)
- Og veistu það, að þú ert ekki til. Um hinn þunglynda léttleika Steins Steinars (2009)
Ritgerðir um samtímamenningu, femínisma og sálgreiningu
- Þetta er ekki LIST (meðhöfundur Þorvaldur Kristinsson). Um kvenna- og karlabókmenntir (1981)
- Kvennamál og kvennamenning. Af nýjum kvennarannsóknum í bókmenntum (1986)
- Kyn skiptir máli í öllum textum. Um femíníska bókmenntafræði (1994)
- Önnur eftirskrif. Um kyn og kynferði í bókmenntum (1995)
- Ljúft er að láta sig dreyma. Um femínisma og fantasíur (2002)
- Ást á grænu ljósi. Um fjöldaframleiddar ástarsögur (2002)
- Dóra í meðferð Freuds. Um kvenleikann sem dulvitund sálgreiningarinnar (2003)
- Latibær er skyndibiti. Um bækur og sjónvarpsþætti eftir Magnús Scheving (2006)
Ritdómar um verk íslenskra höfunda
- Einu sinni var gleðibragur yfir litlum plássum. Geirfuglarnir eftir Árna Bergmann (1982)
- Orð. Sagan öll eftir Pétur Gunnarsson (1986)
- „Karolínska" heimsveldið hrynur. Gulleyjan eftir Einar Kárason (1987)
- Hefði ég betur hana þekkt... Mín káta angist eftir Guðmund Andra Thorsson (1990)
- Úr listalífinu. Vegurinn upp á fjallið eftir Jakobínu Sigurðardóttur (1990)
- Hér var þó gott að villast. Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur (1991)
- Ó, að lífið væri ljóð. Ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur (1991)
- Engin hornkerling vil ég vera. Tímaritið Hending (1991)
- Hvað verður nú um mig? Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur (1992)
- Tilraunin tókst víst. Erta eftir Diddu (1997)
- Feður og synir. Snákabani eftir Kristján B. Jónasson (1998)
- Fleira en augað sér... Fimm nýjar fantasíur handa börnum og unglingum (2004)
- Í auga stormsins. Stormur eftir Einar Kárason (2004)
- Mea culpa, mea maxima culpa. Ævisögur Lindu Pétursdóttur, Lindu Vilhjálmsdóttur og Ruthar Reginalds (2004)
- Hver er hvað og hvað er hver og hver er ekki hvað? Undir himninum eftir Eirík Guðmundsson (2007)
- Kannski á ófreskjan líka börn. Leyndarmálið hans pabba eftir Þórarinn Leifsson (2008)
- Á drauga- og sagnaslóð. Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur (2008)
- Hættulegar smásálir. Ofsi eftir Einar Kárason (2009)
Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
- Heiður þeim sem heiður ber. Um Herbjörgu Wassmo, verðlaunahafa 1986
- Fyrsta deild - í bókmenntum Norðurlanda. Um tilefndar bækur árið 1991
- Faðir minn sólin - móðir mín, jörðin. Um Nils-Aslak Valkeapaa, verðlaunahafa 1991
- Ætt og saga. Tilnefndar bækur árið 1992 (fyrri grein)
- Aftur á móti var annað stríð. Tilefndar bækur árið 1992 (seinni grein)
- Særður svanur. Tilnefndar bækur 1993 (fyrsta grein)
- Að lesa og skrifa list er góð. Tilnefndar bækur 1993 (önnur grein)
- Rannsóknarréttur settur. Tilnefndar bækur 1993 (þriðja grein)
- Unglingar í Ekvador. Tilnefndar bækur 1993 (fjórða grein)
- Bentu á þann sem að þér þykir bestur. Tilnefndar bækur árið 1999
- Seiðandi sögur af næstu bæjum. Tilnefndar bækur árið 2001 (fyrri grein)
- Lærðir karla, lítil telpa og bændur í banastuði. Tilnefndar bækur árið 2001 (seinni grein)
- Stríð og friður, ef frið skyldi kalla. Tilnefndar bækur árið 2002
- Frá Snæfellsnesi til Flórída með viðkomu í Prag. Tilefndar bækur árið 2004
Greinar um ýmis efni
- Óþekkar stelpur í norskum nútímabókmenntum. Um Liv Költzow, Cecile Löveid og Cecile Löveid (1992)
- Ó, Suzanne ... Um dönsku skáldkonuna Suzanne Brøgger (1994)
- Í minningu Þórunnar Elvu Magnúsdóttur. Um persónuleg kynni af skáldkonunni (1995)
- Með tveimur hrútshornum. Um frönsku listakonuna Orlan (1998)
- Viðtal við Plús Ex. Um heimsókn til Halldórs Laxness (1998)
- Lítið en heillandi skrímsli. Um frönsku skáldkonuna Francois Sagan (2004)
Viðtöl sem Dagný Kristjánsdóttir hefur tekið
- Hvert einasta orð er mikilvægt. Viðtal DK við Svövu Jakobsdóttur (1990)
- Álfrún — hvött að rúnum. Viðtal DK við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur (1994)
- Tölum frekar um bókmenntir. Viðtal DK við Janneken Øverland (1996)
Viðtöl við Dagnýju Kristjánsdóttur
- Óvæntar túlkanir. Viðtal Kristínar Ástgeirsdóttur við DK (1985)
- Þá var listakonum skipað að þegja. Viðtal Guðrúnar Egilsson við DK (1997)
- Hver býr þig til? Skilgreiningar og skrumskælingar. Viðtal Úlfhildar Dagsdóttur við DK (1997)
- Þokan hvarf og ég hætti við að hengja mig. Dagur í lífi DK í tilefni doktorsvarnar (1997)