Háskóli Íslands

Bókmennta- og listfræðastofnun er vettvangur rannsókna og útgáfu á sviði íslenskra bókmennta, almennrar bókmenntafræði, kvikmyndafræði, listfræði, ritlistar og menningarfræði.

Ný rit

Orðaskil. Í heimi þýðinga eftir Ástráð Eysteinsson. Í þessari bók er m.a. rýnt í mikilvægar íslenskar þýðingar á ljóðum, sögum og leikritum. Hér er ennfremur hugað að þýðingum í víðum skilningi – þegar skáldsaga er flutt á hvíta tjaldið eða klassískur texti endurritaður á sínu máli en á nýjum forsendum. Einnig er fjallað almennt um þá menningarsamræðu sem einkennir þýðingar, spurt um málræktargildi þeirra og ígrunduð staða þeirra í bókmenntasögunni og hlutverk þeirra á sviði heimsbókmenntanna.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is