Háskóli Íslands

The Ethics of Empire in the Saga of Alexander the Great

The Ethics of EmpireÍ The Ethics of Empire er Alexanders saga, sem Brandur Jónsson ábóti og síðar Hólabiskup þýddi, borin saman við frumtextann, kvæðið Alexandreis eftir Galterus.

Í bókinni er sjónum beint að áherslum og aðlögunum þýðandans, einkum í þeim köflum sem fjalla um völd og yfirráð yfir þjóðum. Þetta er áhugavert í ljósi þess að Brandur Jónsson var í Noregi 1262–1263 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og hefur líklega þýtt söguna þá.

Halldór Laxness sá um alþýðlega útgáfu Alexanders sögu árið 1945. Í formála bókarinnar segir Halldór: „Hverjum manni sem ritar á íslensku, jafnvel á vorum dögum, ætti að verða til eftirdæmis sá hreinleiki og tignarbragur norræns máls, sem hér birtist í samhæfingu við erlent efni. Af þeim vitra og lærða manni, sem bókina þýddi, geta Íslendingar allra tíma lært fleira en eitt um það, hvernig útlenda hluti skal um ganga á Íslandi.“

Höfundur er David Ashurst.

Ritið er hið 61. í ritröðinni Studia Islandica.

Útgefandi er Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan

ISBN 978 9979 54 861 4

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is